Quantcast
Channel: Viðburðir við HÍ - Events at the University of Iceland
Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012

Með fróðleik í fararnesti - Pöddulíf í Elliðaárdal

$
0
0
Hvenær hefst þessi viðburður: 
7. júní 2016 - 17:00
Nánari staðsetning: 
Gamla rafstöðin við Elliðaár
Háskóli Íslands
Hvað leynist í laufinu? Skordýr eru fjölbreyttasti flokkur dýra á jörðinni og á Íslandi hefur skordýrum fjölgað undanfarin ár af ýmsum ástæðum. Gísli Már Gíslason, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild, fræðir okkur um heim skordýranna í ferð í Elliðaárdalinn fimmtudaginn 7. júní kl. 17. Hist verður við gömlu rafstöðina við Elliðaár. Gestir komi með ílát og stækkunargler sem gerir ferðina að algjöru ævintýri. Áætlað er að ferðin taki tvær klukkustundir.
 
Gangan er hluti af verkefni Háskóla Íslands og Ferðafélags Íslands, Með fróðleik í fararnesti, sem hófst á aldarafmæli skólans árið 2011. Reynsla og þekking fararstjóra Ferðafélagsins og þekking kennara og vísindamanna Háskólans blandast saman í þessum áhugaverðu gönguferðum. Markmiðið með þeim er að vekja áhuga almennings á fræðslu og hollri útivist og fjölga valkostum í þeim efnum. Um leið er vakin athygli og vonandi áhugi á fjölbreyttri starfsemi Háskóla Íslands og Ferðafélagsins.
 
Þátttaka ókeypis og allir velkomnir.

Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012