Hvenær hefst þessi viðburður:
28. nóvember 2013 - 12:20 til 13:00
Staðsetning viðburðar:
Nánari staðsetning:
Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, bókasafn.

Fyrirlesari: Ástríður Pálsdóttir, vísindamaður á Keldum.
Í nokkur ár hafa býflugur verið ræktaðar á Íslandi með góðum árangri eftir erfiða byrjun. Aðallega var erfitt að láta bú lifa af veturna. Eftirlit er með innflutningi og býbændur verða að fara á námskeið enda krefst býflugnarækt natni. Félag býflugnaræktanda heldur uppi öflugri fræðslu og samhjálp. Býflugur eru fluttar inn árlega frá Álandseyjum en þar eru þær lausar við versta sníkjudýrið, varróa-maurinn, og eru sérlega geðprúðar að auki. Í fyrirlestrinum mun Ástríður Pálsdóttir fara yfir helstu atriði í líffræði býflugna, uppbyggingu búa og segja frá eigin reynslu og einnig fjalla um drottingarhunang (royal jelly) og hvernig það breytir lirfu í drottningu með stjórn á genastarfsemi.