Hvenær hefst þessi viðburður:
2. október 2015 - 9:00 til 17:00
Staðsetning viðburðar:

Menntakvika er árleg ráðstefna Menntavísindasviðs HÍ sem fyrst var haldin 1997 sem málþing Kennaraháskóla Íslands um rannsóknir, nýbreytni og þróun. Menntavísindastofnun hefur haldið utan um framkvæmd ráðstefnunnar síðan 2010, en þá var árlegu málþingi breytt í Menntakviku, árlega ráðstefnu Menntavísindasviðs um rannsóknir, nýbreytni og þróun.