Quantcast
Channel: Viðburðir við HÍ - Events at the University of Iceland
Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012

Húshitun á köldum svæðum með fallvatni

$
0
0
Hvenær hefst þessi viðburður: 
28. september 2015 - 13:00
Staðsetning viðburðar: 
Nánari staðsetning: 
Stofa 138
Háskóli Íslands

Valdimar Eggertsson flytur fyrirlestur um verkefni sitt til meistaraprófs í vélaverkfræði. Heiti verkefnisins er Húshitun á köldum svæðum með fallvatni.

Lýsing á verkefni

Sumarhúsið Kaldbakur er staðsett á Vestfjörðum og hitað upp með olíu. Lækur rennur skammt framhjá húsinu sem nýta má til að hita upp húsið. Við virkjun á fallvatni er rafmagnsframleiðsla algeng en þar sem ætlunin er að hita upp hús er vert að athuga annan kost eins og að umbreyta fallorku beint í varmaorku. Algengasta leiðin til að breyta hreyfiorku í varmaorku er að nota svokallaða vatnsbremsu. Vatnsbremsan er hverfill eða dæla sem hringrásar vatni sem hitnar upp vegna viðnám og iðustreymis sem myndast þegar hjólið snýst. Vatnsbremsan hefur miklu verri nýtingu á varmaorkunni eða um 60% miðað við 100% nýtingu heits vatns frá vatnshitara rafalkerfisins. Vegna þess að frekar lítil þörf hefur fundist fyrir notkun vatnsbremsu er hún mun dýrari en rafall í framleiðslu. Sýnt er fram á að kostnaðarbreytingar á upphitunarkerfinu sé með rafhitun 902 þúsund kr. en 80% hærri með vatnsbremsukerfi.


Leiðbeinendur: Halldór Pálsson, dósent við Iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði og tölvunarfræðideild og Ólafur Pétur Pálsson, prófessor við Iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði og tölvunarfræðideild
Prófdómari: Árni Ragnarsson, verkfræðingur hjá ÍSOR


Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012