Quantcast
Channel: Viðburðir við HÍ - Events at the University of Iceland
Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012

Föstudagsseminar um sögulegi efni: Bókasöfn kirkjustaða norðanlands á 14. öld samkvæmt Auðunnarmáldögum

$
0
0
Hvenær hefst þessi viðburður: 
11. september 2015 - 12:00
Staðsetning viðburðar: 
Nánari staðsetning: 
Stofa 102
Háskóli Íslands

Það er Árni Daníel Júlíusson sagnfræðingur sem situr í stöðu dr. Kristjáns Eldjárns í Þjóðminjasafni Íslands sem flytur næsta erindi á föstudagsseminari um söguleg efni. Þann 11. september, kl. 12-13 í Gimli 102 flytur hann tölu sem hann nefnir:

Bókasöfn kirkjustaða norðanlands á 14. öld samkvæmt Auðunnarmáldögum 

Árni Daníel lýsir framsögu sinni með eftirfarandi hætti: 

Máldagar Auðunnar rauða frá 1318 hafa að geyma upplýsingar um eignir 95 kirkjustaða á Norðurlandi. Þeir eru eitt merkasta safn skjala frá kaþólskum miðöldum á Íslandi. Máldagar kirkna voru hvergi til á miðöldum nema á Íslandi, en þeir gefa góða hugmynd um margt í starfi og stöðu alþjóðlegrar stofnunar, kaþólsku kirkjunnar, sem var alls ráðandi í trúarlegum efnum hér á landi og leitaðist við að staðla umgjörð um trúariðkun hér og í allri Evrópu. Meðal þess sem þeir geyma er skrá yfir bókaeign hverrar kirkju, sem gefur einstaka innsýn í kaþólska menningu þessa tíma. Bókaeign kirkna var afar mismunandi, en ríkustu kirkjurnar eins og Vellir áttu yfir 50 skinnbækur. Eitt af því sem er áhugavert við bókaeign kirkjustaða er að í gegn um hana er hægt að skyggnast inn í sögu auðugra og valdamikilla kirkjustaða. Hvaða hlutverki gegndu slíkir staðir, urðu þeir skyndilega til eða byggðu þeir á fornum merg?

Allir velkomnir!


Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012