Hvenær hefst þessi viðburður:
10. desember 2013 - 12:00 til 13:00
Staðsetning viðburðar:
Nánari staðsetning:
HT-101

Ásmundur G. Vilhjálmsson heldur erindið „Heimilisfestarhugtakið samkvæmt skattalögum. Hverjir eru skyldir að greiða tekjuskatt á Íslandi?“ á málstofu Viðskiptafræðideildar.
Í erindinu verður skattlagningarvald Íslands afmarkað og borið saman við skattlagningarvald annarra Norðurlanda. Í framhaldi verður lagt mat á hvort skattlagningarvald Íslands sé rúmt eða þröngt samanborið við þau. Fjallað verður um það hverjir séu skyldir að greiða tekjuskatt samkvæmt tekjuskattslögum, hvenær skattskyldan stofnast og hvenær henni lýkur svo og hvort nóg sé að flyta af landi bort og fella niður lögheimili sitt til að sleppa við skatt.
Ásmundur G. Vilhjálmsson er aðjúnkt við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.