
Alþjóðleg ráðstefna, The 17th Diachronic Generative Syntax, DiGS17, verður haldin við Háskóla Íslands 29.-31. maí. Um er að ræða árlega ráðstefnu þar sem viðfangsefnið er söguleg setningafræði og málbreytingar frá sjónarhorni málkunnáttufræði, eða generatívrar málfræði. Ráðstefnan hefur verið haldin víðsvegar í Evrópu og Bandaríkjunum en nú býður Málvísindastofnun til þeirrar fyrstu á Íslandi.
Í tengslum við ráðstefnuna, 28. maí, er boðið upp á vinnustofu undir heitinu The Second Workshop on Formal Ways of Analyzing Variation, FWAV2. Viðfangsefnið er tengsl breytileika og málfræðilegrar greiningar líkt og á sambærilegri vinnustofu sem tengdist norrænu ráðstefnunni 25-SCL, The 25th Scandinavian Conference of Linguistics, sem Málvísindastofnun stóð fyrir árið 2013.
Þeir sem hafa áhuga á að sækja ráðstefnuna að hluta eða í heild eru beðnir að hafa samband við Hugvísindastofnun Háskóla Íslands, hugvis@hi.is.