Hvenær hefst þessi viðburður:
13. maí 2015 - 13:00
Staðsetning viðburðar:
Nánari staðsetning:
Stofa 131

Xavier Shioya Musonye flytur fyrirlestur um verkefni sitt til meistaraprófs í jarðfræði. Heiti verkefnisins er Sub-surface petrochemistry, stratigraphy and hydrothermal alteration of the Domes area, Olkaria geothermal field, Kenya.
Ágrip:
Lýst er gerð jarðlaga og jarðhitaummyndun í þremur borholum á Domes-svæði Olkaría-jarðhitakerfisins í Keníu. Gerðar voru fjölmargar efnagreiningar á borsvarfi úr holunum og eru niðurstöður þeirra greininga ræddar.
Leiðbeinendur voru þau Anette K. Mortensen, Björn S. Harðarson og Guðmundur H. Guðfinnsson.
Prófdómari er Kristján Jónasson.