
Málþing og ljósmyndasýning
Dagskrá málþings:
• Elena Maryshiakova prófessor í þjóðfræði og formaður Studii Romani við Háskólann i Sofíu í Búlgaríu og Vesselin Popov prófessor í þjóðfræði við sömu stofnun og varaformaður Studii Romani: Romani migrations from historical point of view – Búferlaflutningar Roma fólks frá sögulegu sjónarhorni
• Sofiya Zahova, lektor við búlgörsku vísindaakademíuna: History of Romani literature in Europe – Saga Roma bókmennta í Evrópu
• Marco Solimene dr. í mannfræði Mobility, transnationalism and anti-Gypsyism – Hreyfanleiki, þverþjóðleiki og Sígauna-andúð
• Ionela Bogdan doktorsnemi í sagnfræði Leaving Home for Shantytown: Media Representations of Roma’s Dislocation from Coastei Street to Pata Rât – Að fara að heiman og í kofabæinn, dæmisaga um fjölmiðlaumfjöllun
Málþingið verður haldið miðvikudaginn 8.apríl kl.14-16 í Öskju stofu 132, í Háskóla Íslands. Málþingið fer fram á ensku.
Að málþingi loknu verður ljósmyndasýningin ROMA-menning í sögu og samtíð opnuð í sýningarrými kjallara Háskólatorgs þar sem búlgarski sagnfræðingurinn Mirella Decheva flytur stutt ávarp um sýningar á söfnum í Evrópu sem fjalla um ROMA-fólk.
Að málþinginu og ljósmyndasýningunni standa: Fræðasetrið Minority Studies Society Studii Romani við Háskólann í Sofíu í Búlgaríu, campUSCulturae-samstarfsnetið með styrk frá, Menningaráætlun Evrópusambandsins, MARK – miðstöð margbreytileika og kynjarannsókna við Háskóla Íslands og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum við Háskóla Íslands.
Léttar veitingar í boði
Allir velkomnir
8. apríl er alþjóðlegur dagur ROMA-fólks
Ljósmyndasýningin ROMA-menning í sögu og samtíð Háskólatorgi : 8.apríl – 15. maí.