Hvenær hefst þessi viðburður:
27. mars 2015 - 16:00
Staðsetning viðburðar:

Kominn tími til að láta hendur standa fram úr ermum! Boðið verður upp á að taka þátt í hreinsun strandar með Bláa Hernum sem Tómas J.Knútsson stýrir. Við munum hittast á Háskólatorgi á slaginu 16:00 og labba niður að Ægissíðu, en þar verður ströndin hreinsuð auk þess sem Tómas mun bjóða uppá ýmiskonar fróðleik.
Viðburðurinn er skipulagður af GAIA – félagi meistaranema í umhverfis- og auðlindafræðum. Viðburðir Grænna daga fara fram á ensku. Þeir eru öllum opnir og er frítt inn.