Hvenær hefst þessi viðburður:
9. apríl 2015 - 17:00
Staðsetning viðburðar:

Verkfræðinemar við Háskóla Íslands í liðinu Team Spark afhjúpa Kappakstursbíllinni TS15 á Háskólatorgi fimmtudaginn 9. apríl nk. kl. 17. Nemarnir hafa unnið að smíði bílsins í allan vetur í samstarfi við nema við Listaháskóla Íslands og hyggjast fara með hann í alþjóðlegu kappaksturs- og hönnunarkeppnina Formula Student sem haldin verður á Silverstone-kappakstursbrautinni í Englandi í sumar.
Þess má geta að Team Spark hlaut verðlaun sem bestu nýliðarnir þegar liðið fór með bílinn TS14 á Silverstone í fyrra.
Boðið verður upp á léttar veitingar að afhjúpun lokinni.