Quantcast
Channel: Viðburðir við HÍ - Events at the University of Iceland
Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012

Fyrirlestur: Frjálslyndi og rétttrúnaður

$
0
0
Hvenær hefst þessi viðburður: 
23. mars 2015 - 11:40
Staðsetning viðburðar: 
Nánari staðsetning: 
Stofa 229
Háskóli Íslands

Mánudaginn 23. mars n.k. heldur Sigurjón Árni Eyjólfsson fyrirlestur í boði Guðfræðistofnunar í stofu 229 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn hefst kl. 11:40.

Yfirskrift fyrirlestursins er: Frjálslyndi og rétttrúnaður.
Í fyrirlestri sínum mun Sigurjón Árni kynna nýútkomna bók, Trú, von og þjóð: Sjálfsmynd og staðleysur. Í henni er leitast við að varpa ljósi á trúarþáttinn í algengum hugmyndum um þjóð, þjóðerni og þjóðríki. Skoðaðar eru rætur þeirra í táknheimi kristninnar og tengsl við pólitískar staðleysur og hugmyndir um guðsríkið. Leitast er við að svara þeirri spurningu hvort þjóð, þjóðerni og þjóðríki hafi tekið sæti trúarbragðanna í kjölfar upplýsingarinnar, ekki síst í íslenskri hugmynda- og guðfræðisögu 20. aldar. Höfundur færir m.a. rök fyrir því að frjálslynda guðfræðin íslenska hafi verið svar kirkjunnar við þjóðernisstefnunni og hugmyndin um þjóðkirkju löguð að þeim nýju þjóðfélagssjónarmiðum sem hún flutti inn í íslenskt samfélag.

Sigurjón Árni Eyjólfsson lauk doktorsprófi frá Guðfræðideild Christian-Albrechts-Universität í Kiel 1991 og öðru frá Guðfræðideild Háskóla Íslands 2002.  Hann er sérfræðingur í samstæðilegri guðfræði og starfar sem héraðsprestur í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. Hann hefur verið stundakennari við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands frá 1991. Hann hefur ritað fjölda fræðibóka, nú síðast Trú, von og þjóð: Sjálfsmynd og staðleysur (2014), auk ritgerða og greina í innlend og erlend fræðirit.

Fyrirlesturinn er öllum opinn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012