Hvenær hefst þessi viðburður:
18. mars 2015 - 12:00 til 13:00
Staðsetning viðburðar:
Nánari staðsetning:
stofa N 131

Vaxandi tortryggni gætir nú í garð flóttafólks og hælisleitenda á Vesturlöndum,æ erfiðara verður að fá stöðu flóttamanns og algengt að fólk sé hneppt í varðhald, þegar það leitar hælis í nýju landi. Staða þess vekur upp spurningar um hvort mannréttindi í Vestrænum lýðræðisríkjum séu að víkja fyrir auknum kröfum um öryggi. Í fyrirlestrinum er fjallað um stöðu flóttafólks og hælisleitenda í ljósi öryggisvæðingar landamæra, aukinna fordóma og nýrrar birtingarmyndar rasisma. Lögð er áhersla á að greina ríkjandi orðræðu um hælisleitendur og flóttafólk sem getur haft áhrif á stefnu stjórnvalda og á ferli útilokunar og aðildar.
Fyrirlesari: Unnur Dís Skaptadóttir prófessor í mannfræði