
Sameinuðu þjóðirnar hafa útnefnt árið 2015 sem Alþjóðlegt ár ljóssins.
Því viljum við kanna óendanlegar kóreógrafíur myrkurs og ljóss sem hafa áhrif á hversdagslíf íbúa Norðursins.
Markmið þessa viðburðar er að draga saman ólík sjónarmið og skapa umtal milli mismunandi hópa þátttakenda, nemenda, fræðafólks, listamanna og almennings. Meðal viðfangsefna sem til umfjöllunar verða eru gæði myrkurs, myrkur og ljós í arkitektúr, norðurljós og ferðamennska og leikur að skuggum.
Aðalfyrirlesarar eru Dr. Tim Edenson, Reader at the School of Science and the Environment, Manchester Metropolitan University og Haraldur Jónsson, myndlistamaður.
Viðburðurinn er skipulagður af Land- og ferðamálafræðistofu Háskóla Íslands, the International Laboratory for the Multidisciplinary Study of Representations of the North at the Université du Québec à Montreal, Listaháskóla Íslands, í samvinnu við Norræna húsið í Reykjavík, Sendiráð Kanada á Íslandi og Centre de recherche interuniversitaire sur la littérature et la culture québécoises.
Skráning á fer fram á hér