Hvenær hefst þessi viðburður:
22. ágúst 2015 - 11:00
Nánari staðsetning:
Stjórnarráðshúsinu við Lækjargötu

Hvað var gert við morðinga, ribbalda og ræningja í gamla daga og hvernig voru fangelsin?
Helgi Gunnlaugsson, prófessor við Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands, og Guðni Th. Jóhannesson, dósent við Sagnfræði- og heimspekideild skólans, vita ýmislegt fróðlegt um gamla glæpi og deila því með okkur í gönguferð um glæpaslóðir Reykjavíkur. Brottför kl. 11 gangandi frá Stjórnarráðshúsinu við Lækjargötu, sem er gömul fangageymsla, og endað í nýrra fangelsi, Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Ferðin tekur um 2 klst. og er farin í samstarfi við Ferðafélag barnanna.
Ferðin er liður í samstarfi Háskóla Íslands og Ferðafélags Íslands um göngu- og hjólaferðir undir yfirskriftinni „Með fróðleik í fararnesti“ sem hófst á aldarafmælisári skólans árið 2011. Reynsla og þekking fararstjóra Ferðafélagsins og þekking kennara og vísindamanna háskólans blandast saman í áhugaverðum ferðum um höfuðborgarsvæðið og næsta nágrenni þess. Ferðirnar verða níu talsins á árinu 2015 og tekur hver um tvær klukkustundir. Þátttaka er ókeypis og allir eru velkomnir.
Markmiðið með samstarfinu er að vekja áhuga almennings á fræðslu og hollri útivist og fjölga valkostum í þeim efnum. Um leið er vakin athygli og vonandi áhugi á fjölbreyttri starfsemi háskólans og Ferðafélagsins.
-------------------------------------------------------------------
Næstu ferðir:
Sveppasöfnun í Heiðmörk - laugardaginn 29. ágúst
Mæting kl. 11 á einkabílum að Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands.
Sveppir eru sælgæti en það er betra að þekkja þá góðu frá þeim vondu og eitruðu! Gísli Már Gíslason, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, kennir okkur að þekkja matsveppi og aðferðir við að geyma þá og matreiða í fjörugri sveppagönguferð um Heiðmörkina. Ferðin tekur um 2 klst. og er farin í samstarfi við Ferðafélag barnanna.
Áður en ekið er af stað í halarófu upp í Heiðmörk, verður hálftíma fræðsla í Öskju.
Hjólafimi í borginni - laugardaginn 12. september
Brottför kl. 11 á hjólum frá Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands.
Það er gaman að hjóla og það er gaman að leika sér. Nú sameinum við þetta tvennt og brunum eftir hjólastígum Reykjavíkur með þremur sprenglærðum heilsugúrúum frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Þau Anna Sigríður Ólafsdóttir, dósent í næringarfræði, Erlingur Jóhannsson, prófessor í íþrótta- og heilsufræði, og Sigurbjörn Árni Arngrímsson, prófessor í íþróttafræðum, ætla meðal annars að kenna okkur leiki, teygjur og æfingar og fræða okkur um íþróttanammi. Ferðin tekur um 2 klst. og er farin í samstarfi við Ferðafélag barnanna.
Helgi Gunnlaugsson, prófessor við Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands, og Guðni Th. Jóhannesson, dósent við Sagnfræði- og heimspekideild skólans, vita ýmislegt fróðlegt um gamla glæpi og deila því með okkur í gönguferð um glæpaslóðir Reykjavíkur. Brottför kl. 11 gangandi frá Stjórnarráðshúsinu við Lækjargötu, sem er gömul fangageymsla, og endað í nýrra fangelsi, Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Ferðin tekur um 2 klst. og er farin í samstarfi við Ferðafélag barnanna.
Ferðin er liður í samstarfi Háskóla Íslands og Ferðafélags Íslands um göngu- og hjólaferðir undir yfirskriftinni „Með fróðleik í fararnesti“ sem hófst á aldarafmælisári skólans árið 2011. Reynsla og þekking fararstjóra Ferðafélagsins og þekking kennara og vísindamanna háskólans blandast saman í áhugaverðum ferðum um höfuðborgarsvæðið og næsta nágrenni þess. Ferðirnar verða níu talsins á árinu 2015 og tekur hver um tvær klukkustundir. Þátttaka er ókeypis og allir eru velkomnir.
Markmiðið með samstarfinu er að vekja áhuga almennings á fræðslu og hollri útivist og fjölga valkostum í þeim efnum. Um leið er vakin athygli og vonandi áhugi á fjölbreyttri starfsemi háskólans og Ferðafélagsins.
-------------------------------------------------------------------
Næstu ferðir:
Sveppasöfnun í Heiðmörk - laugardaginn 29. ágúst
Mæting kl. 11 á einkabílum að Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands.
Sveppir eru sælgæti en það er betra að þekkja þá góðu frá þeim vondu og eitruðu! Gísli Már Gíslason, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, kennir okkur að þekkja matsveppi og aðferðir við að geyma þá og matreiða í fjörugri sveppagönguferð um Heiðmörkina. Ferðin tekur um 2 klst. og er farin í samstarfi við Ferðafélag barnanna.
Áður en ekið er af stað í halarófu upp í Heiðmörk, verður hálftíma fræðsla í Öskju.
Hjólafimi í borginni - laugardaginn 12. september
Brottför kl. 11 á hjólum frá Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands.
Það er gaman að hjóla og það er gaman að leika sér. Nú sameinum við þetta tvennt og brunum eftir hjólastígum Reykjavíkur með þremur sprenglærðum heilsugúrúum frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Þau Anna Sigríður Ólafsdóttir, dósent í næringarfræði, Erlingur Jóhannsson, prófessor í íþrótta- og heilsufræði, og Sigurbjörn Árni Arngrímsson, prófessor í íþróttafræðum, ætla meðal annars að kenna okkur leiki, teygjur og æfingar og fræða okkur um íþróttanammi. Ferðin tekur um 2 klst. og er farin í samstarfi við Ferðafélag barnanna.