Quantcast
Channel: Viðburðir við HÍ - Events at the University of Iceland
Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012

Hlutverk saltbrúa í hitastigsaðlögun aqualysins I; subtilasa úr hitakæru bakteríunni Thermus Aquaticus

$
0
0
Hvenær hefst þessi viðburður: 
30. janúar 2015 - 12:30 til 13:10
Staðsetning viðburðar: 
Nánari staðsetning: 
Stofa 157
Háskóli Íslands

Ms. Lilja Björk Jónsdóttir, Háskóla Íslands flytur erindi sitt til meistaraprófs í lífefnafræði: Byggingarlegar forsendur hitastigsaðlögunar meðal subtilisín-líkra serín próteinasa (subtilasa) af próteinasa K fjölskyldunni úr örverum sem aðalagast hafa mismunandi hitastigi hafa mikið verið rannsakaðar.

Við bárum saman byggingu og eiginleika tveggja subtilasa, hitaþolna aqualysins I (AQUI) úr hitakæru bakteríunni Thermus aquaticus og samstofna kuldaþolna Vibrio próteinasan úr Vibrio tegund (VPR). Samanburður á þrívíddarbyggingu AQUI og VPR leiddi í ljós aukinn fjölda saltbrúa í hitaþolna ensíminu, en aukinn fjöldi saltbrúa er talinn stuðla að auknum hitastöðugleika ensíma. Tilgátur um stöðugleikaaukandi áhrif saltbrúa í AQUI voru kannaðar með því að fella út ákveðnar saltbrýr í ensíminu með markvissum stökkbreytingum, og líkja þannig eftir samsvarandi svæðum í kuldaþolna ensíminu. Áhrif útfellinganna voru könnuð m.t.t. stöðugleika og virkni hitaþolna ensímsins og borin saman við villigerðarensímið. Alls voru framkvæmdar sex stökkbreytingar á AQUI: R117Q, D58N, D98G, R43N, R43A og D212A. Niðurstöður mælinga sýndu að mest voru áhrifin á stöðugleika vegna útfellingar saltbrúarinnar Arg43-Asp212, en allt að ~ 7°C lækkun í hitastöðugleika átti sér stað fyrir D212A stökkbrigðið miðað við villigerðarensímið. Stökkbreytingarnar höfðu einnig áhrif á hraðafræðilega eiginleika ensímsins, þar sem fyrir stökkbrigðin R43A og D98G tvöfalt hærri kcat og kcat/Km gildi mældust fyrir ensímið.
Leiðbeinendur: Magnús Már Kristjánsson, Prófessor og Dr. Sigríður H. Þorbjarnardóttir, Sérfræðingur. Prófdómari: Dr. Ólafur Þ. Magnússon, Íslensk Erfðagreining.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012