Hvenær hefst þessi viðburður:
27. janúar 2015 - 16:00 til 17:00
Staðsetning viðburðar:
Nánari staðsetning:
Hátíðasalur

Ótal viðburðir á Alþjóðlegu ári ljóssins verða kynntir með lifandi hætti í tali, tónum og ljósi á opnunarhátíð ársins í Hátíðasal Háskóla Íslands þriðjudaginn 27. janúar kl. 16.-17.
Sameinuðu þjóðirnar, sem fagna 70 ára afmæli í ár, hafa útnefnt árið 2015 Alþjóðlegt ár ljóssins og því verður fagnað með ýmsum hætti um allan heim. Hér á landi vinna fjölmargir aðilar saman að ótal uppákomum og viðburðum sem tengjast árinu, þar á meðal Háskóli Íslands, og hefur undirbúningur fyrir árið staðið yfir í allnokkurn tíma.
Dagskrá árs ljóssins á Íslandi hefst formlega 27. janúar með áðurnefndri opnunarhátíð í Hátíðasal háskólans þar sem fulltrúi í undirbúningsnefnd Háskóla Íslands fer rækilega yfir helstu viðburði á árinu. Nemendur Alþjóðaskóla Íslands sýna verk sem tengist ljósinu og kynnt verður ljósleiðarahljóðfæri sem verið hefur í þróun. Rektor Háskóla Íslands stýrir dagskrá og mennta - og menningarmálaráðherra og utanríkisráðherra taka til máls á hátíðinni auk fulltrúa frá Sameinuðu þjóðunum.
Upplýsingar um Alþjóðlegt ár ljóssins á Íslandi og viðburði á árinu verður hægt að nálgast á vef ársins.
Sameinuðu þjóðirnar, sem fagna 70 ára afmæli í ár, hafa útnefnt árið 2015 Alþjóðlegt ár ljóssins og því verður fagnað með ýmsum hætti um allan heim. Hér á landi vinna fjölmargir aðilar saman að ótal uppákomum og viðburðum sem tengjast árinu, þar á meðal Háskóli Íslands, og hefur undirbúningur fyrir árið staðið yfir í allnokkurn tíma.
Dagskrá árs ljóssins á Íslandi hefst formlega 27. janúar með áðurnefndri opnunarhátíð í Hátíðasal háskólans þar sem fulltrúi í undirbúningsnefnd Háskóla Íslands fer rækilega yfir helstu viðburði á árinu. Nemendur Alþjóðaskóla Íslands sýna verk sem tengist ljósinu og kynnt verður ljósleiðarahljóðfæri sem verið hefur í þróun. Rektor Háskóla Íslands stýrir dagskrá og mennta - og menningarmálaráðherra og utanríkisráðherra taka til máls á hátíðinni auk fulltrúa frá Sameinuðu þjóðunum.
Upplýsingar um Alþjóðlegt ár ljóssins á Íslandi og viðburði á árinu verður hægt að nálgast á vef ársins.