Quantcast
Channel: Viðburðir við HÍ - Events at the University of Iceland
Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012

MS fyrirlestrar í Matvælafræði

$
0
0
Hvenær hefst þessi viðburður: 
17. desember 2014 - 14:30
Nánari staðsetning: 
Háskóli Íslands/Matís ohf. Vínlandsleið 12, 113 Reykjavík
Háskóli Íslands

Berglind Heiður Andrésdóttir verður með MS fyrirlestur Kl. 14.30 -15.15 og fjallar um:
Heilsusamlegir ávaxtadrykkir með bætibakteríum og trefjum

Markmið verkefnisins var að þróa frískandi og heilsu-samlega ávaxtadrykki með bætibakteríum og trefjum. Niðurstöður sýna að hægt er að setja bætibakteríum í ýmsar tegundir af ávaxtadrykkjum. Ýmsir þættir eins og pH-gildi, sykurinnihald og fenólar geta haft áhrif á lifun þeirra. Viðbót trefja í drykkina virtist ekki hjálpa bætibakteríunum til að lifa í söfunum.Við vörumat kom fram að skýjaðir drykkir henta betur en tærir og niðurstöður úr neytendakönnun sýndu að þáttakendur myndu vilja kaupa safa með trefjum og bætibakteríum.
Verkefni var unnið á Matvæla- og næringarfræðideild í samvinnu við Matís og Ölgerðina Egill Skallagrímsson

Leiðbeinandi: Guðjón Þorkelsson
Prófdómari: Þórhallur Ingi Halldórsson

___________________________________________________________________________________________________
Sesselja María Sveinsdóttir verður með MS fyrirlestur Kl. 15.15 -16.00 og fjallar um:
Gæði og öryggi blaðgrænmetis á íslenskum markaði

Markmið verkefnisins var að afla upplýsinga til að styðja við virk gæðaeftirlit og fyrirbyggja smit og vöxt matareitrunar-gerla í blaðgrænmeti og tryggja þannig öryggi og bætt gæði. 

Öryggi innflutts og innlends blaðgrænmetis var í lagi. Engir matareitrunargerlar mældust í 36 sýnum fyrir utan eitt sýni sem var með Bacillus Cereus innan viðmiðunarmarka. Ítarleg úttekt á dreifikeðjunni og geymsluþolstilraunir leiddu í ljós að hægt er að bæta gæði og lengja geymsluþol með bættri dreifingu og hitastýringu.  Í verkefninu var þróuð aðferð til að meta ástand og um leið geymsluþol blaðgræn-metis út frá skynrænum þáttum.

Verkefni var unnið á Matvæla- og næringarfræðideild í samvinnu við Matís og Samband garðyrkjubænda o.fl. aðila

Leiðbeinendur: Guðjón Þorkelsson og Franklín Georgsson

Prófdómari:    Sigurjón Arason


Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012