Hvenær hefst þessi viðburður:
19. desember 2014 - 14:00
Staðsetning viðburðar:
Nánari staðsetning:
Stofa 203

Erna Sif Óskarsdóttir mun halda erindi um MS verkefni sitt í næringarfræði:
Tengsl D-vítamíns og sykurefnaskipta hjá parkinsonsjúklingum á Íslandi
Markmið með rannsókninni voru að:
1. Kanna mögulegt samband milli D-vítamíns og blóðsykurs hjá íslenskum parkinsonsjúklingum.
2. Kanna D-vítamínstyrk í blóði parkinsonsjúklinga og hversu hátt hlutfall þeirra væru með D-vítamínskort.
3. Kanna hvort D-vítamínstaða væri sambærileg milli karla og kvenna með parkinsonsjúkdóm.
Neikvæð fylgni reyndist vera milli D-vítamíns í blóði og blóðsykurs.
Miðgildi D-vítamíngildanna var 34,4 nmól/L og reyndust 77% sjúklinganna vera með skilgreindan D-vítamínskort (<50 nmól/L).
Ekki reyndist tölfræðilega marktækur munur á D-vítamíngildum kynjanna.
Ritgerð til meistaragráðu í næringarfræði unnin á Rannsóknarstofu í næringarfræði við Háskóla Íslands og Landspítala.
Leiðbeinendur: Alfons Ramel PhD og Ólöf Guðný Geirsdóttir PhD
Prófdómari: Tómas Þór Ágústsson, innkirtlasérfræðingur