Quantcast
Channel: Viðburðir við HÍ - Events at the University of Iceland
Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012

17. ráðstefnan um rannsóknir í líf- og heilbrigðisvísindum

$
0
0
Hvenær hefst þessi viðburður: 
5. janúar 2015 - 8:00 til 6. janúar 2015 - 18:00
Staðsetning viðburðar: 
17. ráðstefnan um rannsóknir í líf- og heilbrigðisvísindum - 5. og 6. janúar 2015

Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands stendur fyrir ráðstefnu um rannsóknir í líf- og heilbrigðisvísindum við HÍ annað hvert ár. Ráðstefnan verður haldin í 17. sinn dagana 5. og 6. janúar 2015 á Háskólatorgi. Ráðstefnunni er ætlað að kynna og miðla því sem er efst á baugi í líf- og heilbrigðisvísindum við Háskóla Íslands hverju sinni.

Sviðið býður til þátttöku kennurum, starfsfólki og nemendum allra deilda, námsbrauta og rannsóknastofnana Háskóla Íslands sem stunda rannsóknir í líf- og heilbrigðisvísindum. Einnig er samstarfsfólk þeirra frá stofnunum utan HÍ velkomið.

Skráning á ráðstefnuna er hafin.

Skilafrestur ágripa er til 15. október 2014.

Sjá nánar á heimasíðu ráðstefnunnar: radstefnurhvs.hi.is


Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012