Hvenær hefst þessi viðburður:
4. desember 2014 - 12:00 til 13:00
Staðsetning viðburðar:
Nánari staðsetning:
N-132

Mike Berners-Lee, sérfræðingur í kolefnislosun, rithöfundur og forstöðumaður Small World Consulting við Lancasterháskóla, mun flytja erindið "Burning questions: How much fuel needs to stay in the ground? Why is this so hard? And how can we make it possible?"
Í bókum sínum How Bad Are Bananas (2010) og The Burning Question (2013), en þá síðarnefndu skrifaði Mike Berners-Lee með Duncan Clark, skoðar Berners-Lee kolefnislosun einstaklinga, stofnana og þjóða. Hann spyr hvers vegna okkur gangi svona illa að snúa þróuninni við og hvers konar blanda stjórnmálahugmynda, hagfræði, tækni og sálfræði geti nýst okkur í baráttunni við loftslagsbreytingar. Berners-Lee hefur hlotið einróma lof fyrir bækur sínar af vísindamönnum og umhverfisverndarsinnum.
Bækur Mike Berners-Lee er hægt að kaupa í Bóksölu Stúdenta.
Guðni Elísson, prófessor í Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands, kynnir Berners-Lee og stýrir umræðum.