
Rannsóknasetur í safnafræðum við Háskóla Íslands boðar til málstofu um þýðingu safna fyrir háskólastarf á Íslandi, þann 5. desember 2014 milli klukkan 15:00-17:00.
Hvaða þýðingu hafa söfn fyrir háskóla landsins við upphaf 21. aldar að mati sex safnstjóra, þeirra Hafþórs Ingvasonará Listasafni Reykjavíkur, Ólafar K. Sigurðardótturí Hafnarborg, Bjarna Guðmundssonar Landbúnaðarsafni Íslands, Unnar Birnu Karlsdótturá Minjasafni Austurlands, Hilmars Malmquistá Náttúruminjasafni Íslands og Önnu Lísu Rúnarsdótturá Þjóðminjasafni Íslands?
Megin spurningar sem leitað verður svara við í málstofunni eru meðal annars; með hafa hætti hafa söfn og háskólastofnanir átt í samstarfi á undanförnum árum og áratugum, hvaða áskoranir standa söfn frammi fyrir í vaxandi háskólastarfi á sviðum þeirra, hvaða þýðingu hefur samvinna þeirra við háskóla fyrir íslenskt samfélag og með hvaða hætti sjá þeir samstarfið þróast á næstu árum.
Málstofan er öllum opin og eru nemendur og kennarar háskólanna í landinu hvattir sérstaklega til að mæta.