Hvenær hefst þessi viðburður:
3. desember 2014 - 20:00
Nánari staðsetning:
Hólar í Hjaltadal

Guðbrandsstofnun, sem Háskóli Íslands á aðild að, í samstarfi við Ferðamálastofu, Landvernd og Orkustofnun standa að ráðstefnu um náttúruna og auðlindanýtingu. Ráðstefnan verður haldin á Hólum í Hjaltadal 3.- 5. desember.
Dagskrá:
3. desember
- 20:00 Sólveig Anna Bóasdóttir. Hið ómetanlega: Er náttúran og auðlindirnar ómetanlegar? Hvers vegna ef svo er? Hvað merkir ómetanlegt? Hvernig metum við, virðum og lifum með hinu ómetanlega?
4. desember
- 8:30 morgunverður
- 10:00 Setning ráðstefnunnar
- 10:30 Auðlindir og ábyrgð: Hvað gerir auðlind? Hvenær hættir landssvæði að vera bara til og fer að vera til fyrir tiltekna hagsmuni? Hver er ábyrgð okkar í því ferli?
- 12:30 Hádegisverður
- 13:30 Auðlindanýting í hnattrænu samhengi: Nærumhverfi, þjóðarumhverfi, heimsumhverfi, hvaða skuldbindingar, réttindi og mögulegur ágreiningur tengjast misþröngri sýn á auðlindanýtingu?
- 15:30 Kaffi
- 16:00 Endurnýjanleiki og sjálfbærni: "Svört" eða "hvít" náttúruvernd, nýting og varðveisla auðlinda – mismunandi sjónarmið? Manngert umhverfi og náttúra – hvenær rennur þetta í eitt?
- 19:00 Pétur Gunnarsson. Hugvekja
- 19:30 Kvöldverður – Hlaðborð með jólaþema
5. desember
- 8:00 morgunverður
- 9:00 Kerfisvöld-þjóðarhagur: Kerfi hverra, skipuð af hverjum og fyrir hverja? Árekstrar við þjóðarhag í nútíð og framtíð? Takmörkun möguleika eða útvíkkun?
- 11:00 Samantekt og ráðstefnuslit
Erindi flytja:
- Anna Dóra Sæþórsdóttir Háskóla Íslands
- Arnar Pálsson Háskóla Íslands
- Arnheiður Eyþórsdóttir Háskólanum á Akureyri
- Árni Einarsson Rannsóknastöðinni við Mývatn
- Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skipulagsstofnun
- Daði Már Kristófersson Háskóla Íslands
- Georgette Leah Burns Háskólanum á Hólum
- Guðbjörg R. Jóhannesdóttir Háskóla Íslands
- Guðrún A. Sævarsdóttir Háskóla Reykjavíkur
- Hilmar Malmquist Náttúruminjasafni Íslands
- Hjalti Hugason Háskóla Íslands
- Kristinn Einarsson Orkustofnun
- Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri
- Ósk Vilhjálmsdóttir Hálendisferðum
- Sólveig Anna Bóasdóttir Háskóla Íslands
- Þorvarður Árnason Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands.
Ráðstefnugjald er 2.500 kr. Innifalið í því er hádegisverður og kaffi á fimmtudag. Skráning á ráðstefnuna er á heimasíðunni: http://goo.gl/forms/NjHACjJYdI
Allar nánari upplýsingar veita:
Erla B. Örnólfsdóttir erlabjork@holar.is og Hjalti Hugason hhugason@hi.is
Ráðstefnugestir greiða sjálfir fyrir þjónustu vegna þátttöku í ráðstefnunni. Ferðaþjónusta er á Hólum. Kostnaður við gistingu og mat er sem hér segir: Gisting í tveggja manna herbergi er 6.000 kr. nóttin á mann en eins manns herbergi kostar kr. 7.500, morgunmatur innifalinn. Hlaðborð fimmtudagskvöld kostar kr. 5.500 og hádegisverður á föstudag 1.800 kr.
Bókun fyrir gistingu og mat er hjá: Ferðaþjónustunni á Hólum booking@holar.is
Náttúruverndarsjóður Pálma Jónssonar styrkir ráðstefnuna.