
Opinn fundur á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands
Rússland, Vesturlönd og Úkraína: Nýtt kalt stríð?
Er nýtt kalt stríð í uppsiglingu? Í ljósi átaka í Úkraínu verður fjallað um hvort Rússland og Vesturlönd stefni nú hraðbyri í annað kalt stríð. Andrew Cottey heldur því fram að samanburðurinn við fyrra kalda stríðið standist ekki sökum þess að tímabilið frá 5. áratug síðustu aldar til loka 8. áratugar hafi einkennst af mun meiri hervæðingu en er til staðar nú til dags. Þrátt fyrir það þá er raunveruleg hætta til staðar í ljósi hríðversnandi samskipta Rússlands og Vesturlanda. Mikilvægt er að leggja áherslu á uppbyggilegar samræður ef koma á í veg fyrir frekari átök.
Andrew Cottey er dósent og deildarforseti Stjórnmálafræðideildar háskólans í Cork á Írlandi. Hann gaf nýverið út bókina Security in 21st Century Europe, 2nd ed. (Palgrave Macmillan, 2013).
Fundarstjóri: Alyson Bailes, aðjúnkt við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.
Nánari upplýsingar:www.ams.hi.is
Alþjóðamálastofnun á Facebook: www.facebook.com/althjodamalastofnun